Dagana 16.-19.mars á Akranesi eru svokallaðir Vetrardagar þar sem stofnanir Akraneskaupstaðar, fyrirtæki og bæjarbúar taka þátt í að glæða bæinn allskyns menningu og lífi.
Í ár verða tveir viðburðir á Byggðasafninu í Görðum, annars vegar er Josefina Morell með sýninguna sína "Fjársjóðir sauðkindarinnar" þar sem hún sýnir safn sitt af munum og áhöldum sem hún hefur viðað að sér við verkun á ullinni af kindum hennar frá Giljum í Hvalfjarðarsveit.
Einnig verður Silja Sif Engilbertsdóttir með einkasýningu sína "Vor"
Safnið verður opið þessa daga frá 13 - 17 og er frítt inn.
Silja og Josefina verða með formlega opnun á föstudeginum 17.mars kl. 15 og bjóða ykkur að þiggja veitingar og spjalla.
Gleðilega Vetrardaga!