Tinna Royal er listakona þekkt fyrir ævintýralegan poppaðan myndheim og tekst á við samskipti fólks og hversdaglegt drama. Í sýningunni ,,Where are we going” blandar Tinna nýjum verkum saman við eldri verk. Verkin eiga það sameiginlegt að vera byggð á klippimyndum sem listakonan hefur safnað í gegnum árin og setur saman á áhugaverðan hátt sem myndar frásögn um tilvistarkreppur og daglegt amstur. Tinna gefur áhorfandanum svigrúm til að geta í eyðurnar og skálda inn í frásagnir myndanna sem hleypir ímyndunaraflinu á flug
Verkin 9 á sýningunni eru hefðbundin akrýl málverk sem og handsaumuð palliettu málverk. Pallíettuverkin 6, eru frá 2014 þegar Tinna bjó á Akueyri og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri. Þar leikur hún sér með óhefðbundið efni við sköpun verkanna sem eru agnarsmáar pallíettur og perlur vandlega handsaumaðar í strigann. Hér sýnir hún þær saman með 3 stórum málverkum frá 202, það heldur hún áfram með saman myndmál og í palliettuverkunum og blandar saman klippimyndum úr þó nokkrum mismunandi myndasögum og setur þær saman svo þær séu fullar af drama yfir engu.
Í öllum myndunum má sjá forvitnilega leið listakonunnar við að merkja sér verkin.
Tinna er fædd árið 1982 og hefur lengst af verið búsett á Akranesi. Tinna er lífleg, framsækin og skapandi listakona sem tekst á við fjölbreytt viðfangsefni í list sinni sem hún setur oftar en ekki í nýtt samhengi. Tinna Royal var valin Bæjarlistamaður Akraness árið 2020.
Þeir sem vilja kynna sér list Tinnu er bent á Fésbókarsíðu Tinnu Royal, Tinnu Royal á Instagram og tinnaroyal á Snapchat.