Garðahús

Garðahús var byggt sem prestssetur á árunum 1876-1882. Það er fyrsta steinsteypta húsið af sinni gerð sem byggt var á Íslandi og jafnvel á Norðurlöndum. Garðar lögðust af sem prestssetur árið 1886 og eftir það var jörðin leigð út til búreksturs til ársins 1931. Árið 1935 fóru fram víðtækar breytingar á húsinu en til stóð að nota það sem líkhús og útfararkapellu, sem varð aldrei. Byggðasafnið í Görðum eignaðist húsið undir minjasafn við stofnun þess 13. desember 1959. Á árunum 1986-1990 var húsið fært í upphaflegt horf og er nú notað undir sýningahald.

Myndir inni í húsinu