24.10.2024 - 10.03.2025
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á listsýningu á Byggðasafninu í Görðum.
Sýningin Húsin í bænum opnaði í sérsýningarsal Byggðasafnsins, Steypunni, þann 24. október og var hluti af hinni árlegu listagöngu á Akranesi í tengslum við Vökudaga.
Sýningin samanstendur af verkum úr safneign Listasafns Akraness og beinir athyglinni að húsum á Akranesi sem sum hver eru horfin en önnur standa enn.
Öll verkin í sýningunni eru í eigu Akraneskaupstaðar.
Upplýsingar um verkin í sýningu
Sýning er samstarfsverkefni Byggðasafnsins í Görðum, Héraðsskjalasafns Akraness og Listasafns Akraness.