Frekari upplýsingar um myndir: Á tölvu: færið músarbendil yfir á myndina og bíðið stutta stund. Á snjallsíma: smellið fingri á myndina og haldið stutta stund.
Gísli S. Sigurðsson
Þegar maður ákveður að rölta um ein- hverja götuna í bænum og ætlar að láta hugann reika um þau hús sem við hana standa og fólk sem þar hefur búið í ár- anna rás er kannski ekki svo vitlaust að velja Vesturgötuna til slíkra hugleiðinga. Bæði er að hún er lengsta gatan í bænum og geymir því kannski mesta sögu. Best er að hefja ferðina neðst því alltaf er viðkunnanlegra að færast upp á við.
Vesturgatan hefst við Ránargötu en það er gata, eða var gata, sem átti að liggja á milli bryggjanna í bænum. Hún hófst við stein- bryggjuna í Lambhúsasundi og átti að liggja skáhallt yfir túnin og tengjast núverandi Hafnarbraut sem þá hét líka Ránargata þar sem Bárugatan sker hana. En þetta var útúrdúr.
Vesturgata 1 er stórt fiskhús sem Sigurður Hallbjörnsson lét reisa 1929. Þar hefur ýmis starfsemi verið í gegnum tíðina. Á meðan húsið var í eigu Sigurðar var saltaður þar fiskur á neðri hæðinni en veiðarfæri geymd í risinu. I skúrum sem seinna risu sjávarmegin við húsið var aðgerðarpláss. Í hærri viðbyggingu við endann á húsinu voru beitningaskúrar þar sem landmenn á Hermóði og Haraldi stóðu við balana þegar ég man fyrst eftir mér á þessum slóðum. Þá var styttra niður í fjöruna frá skúrunum en nú er. Þetta var fyrir daga umhverfisverndar og annars slíks sem nú ríður húsum alls staðar. Afbeitunni var því hægt að moka út um dyrnar og ryðja niður í fjöruna að beitningu lokinni. Sjórinn sá svo um að fjarlægja gumsið á næsta flóði. Smáufsinn sótti í ætið og veiddist mikið við vesturbryggjuna. En þetta var annar útúrdúr.
Næsta hús, sömu megin götunnar, er fisk- hús sem þeir bræður Einar og Skafti Jóns- synir reistu um 1930. Það stendur alveg fram á klettum og er í dag hluti af stærri heild.
Við hlið þess húss lét Sigurður Hallbjörnsson reisa álíka stórt hús á árunum 1941 - 42 og hóf þar rekstur hraðfrystihúss. Árið 1940 hafði hann keypt þann hluta Lambhúsalóðar sem var vestan Vesturgötu. Þess má geta, þó aðeins snerti það óbeint hús við Vesturgötu, að þegar þeir bræður reistu fyrrnefnt fiskhús, reistu þeir mikinn sjóvarnagarð frá norðurhorni þess húss eftir klettunum, sennilega á mörkum þeirrar lóð- ar við Lambhúsasund. Fyrir innan þennan vegg myndaðist lón sem í féll og úr, eftir sjávarföllum, og var það nefnt Skaftalón. Þar var fyrst urðunarstaður sorps eftir að farið var að starfrækja öskubíl hér í bænum. Þetta lón fylltist með tímanum, bæði með því sem áður er getið og öðru sem til féll. Við hlið hússins sem Sigurður lét reisa var Svo reist annað álíka hús sem eingöngu var frystiklefi. Seinna var svo byggður stærri klefi með risi þvert á hin húsin.
Fyrir framan þriðja hús, nær Vesturgötu, var svo reist timbur- hús, ein hæð og ris. A neðri hæð- inni voru beitningaskúrar en skrif- stofur á þeirri efri eða í risinu sem settur var á langur kvistur. Fyrir ofan þetta hús var svo seinna sett niður timburhús sem sótt var suður á Skaga. Það stóð í syðri kanti nú- verandi Akursbrautar og varð fyrir þegar hún var lögð. Þar hafði aðsetur Elías Benediktsson með segla- verkstæði sitt sem hann byggði árið 1938. Þar var oft gestkvæmt og sagðar ýmsar fréttir. Hlaut húsið því nafnið Fróðá og heldur því nafni ennþá þar sem það stendur nú uppi í Görðum. Þegar það stóð niður við Vestur- götu var það notað sem veiðarfærageymsla.
Þegar þetta gerðist hafði hraðfrystihúsið skipt um eigendur, ekki einu sinni heldur tvisvar. Sigurður Hallbjörnsson dró sig í hlé og seldi fyrirtækið árið 1945. Nýir eigendur nefndu fyrirtækið Is og fisk. Þeir héldu rekstri þess áfram þar til eigendur tveggja út- gerðarfyrirtækja keyptu það árið 1947 og nefndu Fiskiver. Það voru þeir Þorvaldur Ellert Ásmundsson sem gerði út bátana Ölduna og Aðalbjörgu og Bergþór Guðjónsson og Sigurður Þorvaldsson sem gerðu út Sigurfara og Farsæl. Þeir létu byggja skrifstofuhús það sem áður er nefnt og fluttu Fróðána til sín. Einnig byggðu þeir stóra frystiklefann sem náði lengra út í Skaftalónið. Hann sneri risinu þvert á hina. Árið 1964 voru gerðar miklar breytingar á fyrsta húsinu sem þeir bræður, Jónssynir, byggðu í upphafi. Árið 1985 tóku nýir eigendur við fyrirtækinu og fékk það þá nafnið Haförn. Þeir byggðu það hús sem nú er næst götunni og hýsir vinnusal á neðri hæð og skrifstofur og kaffistofu á þeirri efri.
Látum þetta duga að sinni hérna megin götunnar og byrjum hinum megin.
Neðsta íbúðarhús þeim megin er Níelsarhús en það er eina húsið sem þar hefur stað- ið þó það sé ekki byggt fyrr en árið 1930. Það er eitt þeirra húsa sem ég held að Ingi- mar Magnússon hafi teiknað. Þessu húsi fylgdi lengi vel allstórt tún sem nú er að mestu nýtt sem bílastæði. A þessu túni var lengi fjárhús og hlaða í einni byggingu enda hafði Níels lengi kindur sem hann heyjaði fyrir þarna á túninu. I þessu íbúðarhúsi bjuggu lengst af tvær fjölskyldur, Níels og kona hans Margrét á hæðinni og Jón Andrés og Sigrún kona hans ásamt börnum sínum tveimur í risinu. Árið 1972 eignaðist það Ármann Gunnarsson frá Skipanesi og bjó þar ásamt fjölskyldu sinni í nokkur ár eða til ársins 1984. Þá eignaðist það maður, sem lítið hirti um það. Húsið var lengi í mikilli niðurníðslu en hefur nú verið endurbyggt af miklum glæsileik.
Næst þessu er svo hús sem stendur fjær götunni en telst þó við hana. Hús þetta var byggt um árið 1950 og tilheyrði bifreiða- verkstæði sem stóð við Bárugötu. Það var byggt til að hýsa smurstöð og lakkverkstæði fyrir bíla. Seinna komust bæði húsin í eigu HB & co og urðu hluti af byggingavöru- verslun fyrirtækisins. Fyrir tíma Sementsverksmiðjunnar var smurstöðin notuð sem geymsla undir sement og var oft mikil törn að afhenda úr henni kannski 100 poka upp á vörubílspall. Seinna komust þessi hús í eigu Skeljungs og árið 1996 komst svo húsið í eigu undirritaðs og sonar hans Þráins og er nú hluti af stærri byggingu sem tilheyrir tré- smiðju hins síðarnefnda og telst vera við Hafnarbraut.
Á túnblettinum sem nú er frá Níelsarhúsi og upp að Bárugötu stóðu áður hús. Fyrst skal telja Neðri-Lambhús sem var gamalt steinhús með mjög þykkum veggjum. Það var byggt 1878. Það lét gera Guðmundur nokkur Guðmundsson. Þetta hús kaupir Jón Halldórsson frá Bakka árið 1902 og seldi það 1906 Sigurði hómópata Jónssyni. Eftir hann eignast húsið og jörðina sem því til- heyrði Jón á Reynisstað, sonur hans. Hann selur það aftur sonum Jóns Halldórssonar, Einari og Skapta, sem báðir drukknuðu með Mb. Kveldúlfi 19. janúar 1933. Við það eignast Jón Halldórsson aftur eignina og seldi eins og áður sagði Sigurði Hallbjörns-
syni árið 1940 þann hluta landsins sem var vestan Vesturgötu. Húsið var hæð og ris með kjallara undir hlutanum er sneri að göt- unni. Hann var gluggalaus með dyrum fyrir miðju húsi út á götuna. Þegar ég man fyrst eftir þessu húsi á ferðalögum niður í beitningaskúr til föður míns var þessi kjallari notaður sem beitningaskúr og man ég eftir að fyrir ofan hurðina stóð málað með stór- um stöfum Úðafoss en það var bátur sem þeir bræður Jón og Lárus Árnasynir gerðu út árið 1935. Þegar ég man eftir bjuggu í húsinu nefndur Jón og kona hans Jónína. Á bak við þetta hús var þá annað hús úr timbri sem einhverntíma hefur verið búið í. Fyrir neðan húsin var stór kartöflugarður. Húsin voru bæði fjarlægð eftir að Skeljungur eignaðist þau.
Efst við Bárugötuna stóð timburhús með háu risi á háum kjallara sem Sigurður
Björnsson fiskimatsmaður lét reisa. Húsið stóð reyndar við Bárugötu en sneri gafli að Vestur-
Ljósm. F.H. götu. Þarna bjó Sigurður með konu sinni Elísabetu Jóns- dóttur en á efri hæð bjuggu Ásta dóttir þeirra og maður hennar Haukur Ólafsson ásamt börnum þeirra. Húsið var rifið um 1970. Þegar Sigurður Hallbjörnsson seldi fyrirtækið hélt hann eftir lóð við Vesturgötuna þar sem hann byggði íbúðarhús sem hann flutti í árið 1945. Þar var þegar ég man fyrst eftir stakk- stæði með upphækkaðar grindur sem fiskur- inn var breiddur á. Þær voru búnar til úr girð- ingameti og timbri. Við þessi stakkstæði þurfti fólk ekki að beygja sig við að breiða og taka saman og ekki var hætta á að fiskurinn soðnaði. Á stríðsárunum stóðu svo þarna her- mannaskálar. Nú stendur þarna umrætt hús og er Vesturgata 17.
Við færum okkur að næsta húsi sem er Vesturgata 19. Húsið er stórt, þrjár hæðir og kjallari. Það byggðu bræðurnir Einar og Skapti Jónssynir árið 1932. Þeir bjuggu þar aldrei sjálfir því þeir fórust, eins og áður sagði, í byrjun árs 1933. Húsið komst síðar í eigu Hannesar Ólafssonar skipstjóra og konu hans Arnóru Oddsdóttur. Þau bjuggu í húsinu til dánardags. Sonur þeirra Dagbjartur eignaðist hús- ið eftir þau og býr fjölskylda þeirra þar enn. Leigjendur hafa alla tíð verið í húsinu, stund- um á tveim hæðum. Meðal þeirra má nefna Þórhall Sæmundsson lögreglustjóra og síðar bæjarfógeta sem bjó þar mjög lengi ásamt fjölskyldu sinni. Elías Benediktsson bjó einnig lengi í húsinu ásamt sinni fjölskyldu. Eins má geta þess að á stríðsárunum hafði breski herinn afnot af einni hæðinni og var þar einskonar stjórnstöð hans á þeim tíma.
Næsta hús sem við komum að er Vestur- gata 21 eða Indriðastaðir eins og húsið hefur jafnan verið nefnt. Það var ekki óalgengt á þessum árum að hús væru kennd við þá sem byggðu þau. Þannig var farið með þetta hús en það létu byggja Indriði Jónsson og kona hans Vilborg Þjóðbjörnsdóttir sem bjuggu þar á meðan hans naut við og hún í mörg ár eftir það. Þar voru fæddir bræðurnir Valdimar og Óskar Indriðasynir. Indriði drukknaði með þeim bræðrum, Skafta og Einari á Kveldúlfi. Vilborg lét byggja port á húsið árið 1933 og fékkst því íbúð á efri hæð. í þeirri íbúð byrjuðu búskap síðar Sigurður B. Sigurðsson frá Leirdal og Guðfinna Svafarsdóttir frá Sandgerði. Vilborg bjó lengi í húsinu með seinni manni sínum, Kristjáni. Ásta Ásgeirsdóttir og Hlyni Eyjólfsson áttu húsið þegar það brann árið 1975 en þá bjó í því Grétar Kristjánsson frá Hellissandi.
Hofteigur er næsta hús og stendur fjær götunni. Þetta hús reisti Hákon Halldórs- son árið 1907. Á þessum stað var áður merkt hús, Snæbjarnarhús, verslun Snæ- bjarnar Þorvaldssonar, bróður Böðvars, skammt þar frá sem Hofteigur stendur nú. Þau byggði Snæbjörn kaupmaður á árunum 1874 - 76. Um það segir í úttektarbók frá þeim tíma: „Timbuíveruhús skífuklætt, 12x10 álnir, 1 loft, 3 stofur, 3 ofnar og eldunarvél. Sölubúð 16x12 álnir, einfalt tré- þak, 1 loft og kjallari undir öllu húsinu. Skúr 12x10 álnir. Heyhús 9x5 álnir.“
Snæbjörn verslaði þarna til ársins 1894 en þá kaupir Thor Jensen húsin. Hann rak þar verslun í nokkur ár en húsin voru rifin árið 1903 og flutt til Reykjavíkur. Á Hofteigi bjuggu lengi hjónin Ármann Halldórsson skipstjóri og útgerðarmaður og
Margrét Sigurðardóttir, ásamt öllum sínum börnum. Eftir þau eignuðust húsið Stefán Sigurðsson lögfræðingur og kona hans Erla Gísladóttir sem á það enn í dag. Hús- ið hefur tekið lítilsháttar breytingum, gluggum hefur verið breytt og hefur það verið klætt utan með plasti í stað bárujárns.
Næsta hús við Hofteig er ekki íbúðarhús heldur var það fiskaðgerðarhús með áföstum beitningaskúrum. Það hús byggði Árni í Sóleyjartungu árið 1932. Margir bátar höfðu aðstöðu í húsinu í gegnum árin. Lengst af var þetta í mínu minni nefnt Ás- bjarnarhús þar sem þeir Sigurvallabræður, Björn og Valdimar, voru með aðstöðu fyrir bát sinn Ásbjörn. Það er nú notað undir annað. Hús þetta var á sínum tíma reist á Staðarbakkalóð. Staðarbakki var lítið hús sem stóð þar nær Vesturgötu, pappaklætt timburhús, eitt her- bergi og eldhús und- ir risi en inngangs- skúr þar fyrir fram- an. Þar bjó lengi Guðfinna Hannes- dóttir með uppeldis- syni sínum Ólafi Elíassyni sem margir þekktu sem Óla máttlausa. Seinna bjuggu þar Brynjólfur Guðmundsson frá Kúludalsá og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir frá Þaravöllum á- samt sonum sínum. Ég man seinna eftir reiðhjólaverkstæði í húsinu. Það var svo rifið.
Fyrir framan þessi hús byggði Magnús Gunnlaugsson hús árið 1933. Það er nú Vesturgata 25. Húsið er nokkuð breytt í út- liti frá því fyrsta. Það var í upphafi með skúrþaki, með halla frá götu og steyptum köntum, stölluðum á hina þrjá vegu. Mikil þró var fyrir framan húsið í sömu hæð og kjallaragólf, inngangshurð í kjallarann fyrir miðju húsi og stórir útstillingagluggar sitt hvorum megin. Eitt sinn var rakari í öðrum hlutanum en verslun með reiðhjól og fleira í hinum. Þessi rekstur lagðist svo af þegar fylla þurfti þróna svo að Vesturgatan gæti fengið nauðsynlega breidd. Magnús var með bílaútgerð í mörg ár og var því lengi með mikla bílskúra á baklóð. A lóðinni var líka lengi bensíntankur frá ESSO. Magnús bjó alltaf á efri hæðinni ásamt konu sinni og börnum en leigði út neðri hæðina. Bætt var seinna ofan á húsið og á það sett valmaþak.
Nú er rétt að færa sig yfir götuna og kom- um við þá að húsi því er stóð á horni Vesturgötu og Bárugötu. Það er húsið Efri- Lambhús sem var byggt af Níels Magnússyni árið 1833. Þetta var einlyft timburhús á lágum kjallara og með risi og sunnan við það stóð skúr þar sem gengið var inn í hús- ið upp nokkrar tröppur. Níels Kristmanns- son keypti húsið af afa sínum árið 1916 og átti til 1927, þegar hann seldi það fyrirtækinu BOCO. Fyrirtækið seldi það sama ár Þorláki Ásmundssyni og bræðrum hans sem bjuggu í því ásamt móður þeirra fram til ársins 1932 þegar Lýður Jónsson kaupir það. Hann bjó þar lengi með fjölskyldu sinni. Lýður var mjög lengi verkstjóri í frystihúsi HB & co. Kjartan Helgason skipstjóri og kona hans Guðríður Finnsdóttir keyptu hús- ið og bjuggu í því ásamt tveimur sonum sín- um. Nokkrir aðrir eigendur voru að húsinu
þar til það var rifið árið 1992 og lóð þess sameinuð næsta húsi sem er Albertshús við Vesturgötu 24.
Albertshús er timburhús sem eitt sinn var klætt utan með bárujárni. Á árunum milli 1940 - 1950 var það mjög í tísku að múr- húða slík hús að utan. Það átti að vera allsherjarlausn í viðhaldi slíkra húsa. Ýmist var bárujárnið rifið utan af fyrst eða það var lát- ið halda sér. Svo var í þessu tilfelli og slík á- kvörðun bjargaði mörgu timburhúsinu frá algjörri eyðileggingu. Þegar járnið var rifið af hætti allt loftstreymi um timbrið og fúinn fór af stað. Þannig stóð þetta hús í mörg ár en þá var það klætt utan með áli og hefur með tímanum aukið ummál sitt. Nafnið á húsinu kemur frá þeim sem lét byggja það á sínum tíma en hann var faðir Kristjáns Albertssonar rithöfundar og sendiráðsritara sem margir kannast við. En í mínu minni bjuggu þar lengst af Haraldur Kristmanns- son bifreiðarstjóri og kona hans Jóna Þor- leifsdóttir ásamt sonum sínum tveimur sem nú eru þekktastir hér í bæ í sambandi við steinsteypu. Jóna var langt á undan sinni samtíð að því leyti að hún rak einskonar bændagistingu þó í kaupstað væri. Þarna var nefnilega hægt að fá næturgistingu og morgunverð sem ekki var algengt á þessum árum. Eftir þau eignuðust húsið Guðmunda Elíasdóttir söngkona og Sverrir Kristjáns- son sagnfræðingur og rithöfundur. Þau bjuggu í húsinu til ársins 1977 en þá eignuðust það Hörður Jóhannesson og Ingibjörg Björnsdóttir. Þau byggðu sólstofu við húsið og gerðu því fleira til góða. Núverandi eig- andi Albertshúss er María Þórunn Friðriks- dóttir.
Næsta hús, sem er Vesturgata 26, á sér líka merkilega sögu. Það var reist árið 1929 fyrir tilstilli Ástvaldar Bjarnasonar sem ætlaði að búa í því með fyrri konu sinn Helgu Kristmannsdóttur en hún lést 1931. Ekki veit ég hver eignaðist húsið síðan en það brann árið 1941. Á þeim tíma bjuggu í því Hallfreður Guðmundsson og fjölskylda hans á hæðinni en Sigurður Einvarðsson og fjölskylda í risinu. Húsið var upphaflega byggt eftir sömu teikningu og hús Þorkels á Bakka sem nú er Bakkatún 20. Eftir að húsið brann keypti tóftina Ástráður Proppé húsgagnasmíðameistari. Af rishæðinni stóðu aðeins þrír stafnar því annað hafði horfið í eldinum. Ekki þótti ráðlegt að láta þá standa því sjáanlegar sprungur voru niðri við plötu. Kaðli var brugðið gegnum gluggatóftir, liði safnað og þeir felldir niður á jörð. Þessu næst var þak sett yfir, gluggar í og íbúðin innréttuð að nýju. Tröppumar á bak við húsið voru brotnar niður árið eftir og bætt við kjallarann alveg út að lóðarmörkum við Minni-Borg. I þessum kjallara rak svo Ástráður húsgagna- verkstæði í mörg ár og voru meðal annars smíðuð þar sætin sem voru í Bíóhöllinni fyrstu fimmtíu árin. Þegar húsið brann var í kjallaranum rakarastofa þar sem Árni rakari klippti menn og snyrti til höfuðsins. Áður hafði hann verið með rakarastofu í kjallaranum hjá Magnúsi Gunnlaugssyni. Þá var
Gísli Eylert rakari á þessum stað sem hann yfirgaf þegar hann flutti héðan en Árni hefur þá flutt sig yfir götuna. Fleira forvitnilegt tengist þessu hús eða þessum kjallara, því hér var á árinu 1932 opnuð skrifstofa lögreglustjóra en fyrsti lögreglustjórinn var Þórhallur Sæmundsson. Hann flutti skrifstofuna seinna að Vesturgötu 19 þar sem hann bjó lengi. Eftir að Ástráður fór úr húsinu var raftækjavinnu- stofa í kjallaranum, fyrst Raftækjavinnustofa Knúts og Ármanns. Enn seinna og mikið lengur Raftækjavinnustofa Ármanns Ár- mannssonar. Ennþá seinna var bólstraraverkstæði þar til húsa en er íbúð nú.
Bíóhöllin er númer 27 við Vesturgötu. Hún er reist á árunum 1941 - 42, á lóð sem tilheyrði Nýjabæ en hann stóð sjávarmegin við þann stað er húsið reis á. Bíóhöllin var byggð á kostnað Haraldar Böðvarssonar og Ingunnar Sveinsdóttur. Staðarvalið helgast af því að segja má að þetta hafi verið hjarta staðarins. Hótel Akranes var á næstu grös- um og Báruhúsið, aðaldanshús og samkomustaður bæjarins, rétt fyrir neðan. Velflestir bæjarbúar áttu síðan leið framhjá eftir götunni til eða frá vinnu. Ekki hefur það heldur spillt fyrir að Nýibær var í eigu móður Haraldar, Helgu Guðbrandsdóttur í Böðvarshúsi, og landið því verið falt. Óskar Sveinsson arkitekt teiknaði húsið og trúlega hefur Finnur Árnason stjórnað bygginga- vinnunni. Húsið var steypt með hrærivél, væntanlega þeirri fyrstu sem kom á Akra- nes. Byggingaframkvæmdin gekk vel enda vel séð fyrir öllu. Húsið var vígt í október 1943 og við opnunina afhentu þau hjónin bænum kvikmyndahúsið að gjöf með því fororði að hagnaður af rekstri þess gengi til byggingar sjúkrahúss hér á Akranesi. Það gekk eftir og var sjúkrahúsið tekið í notkun árið 1952. Um múrverk utanhúss og innan sá Aðalsteinn Arnason en málningu Lárus Arnason. Skreytingar á veggjum sýningarsalarins gerði Gréta Björnsson listakona. Húsið hefur á seinni árum tekið nokkrum breytingum, sérstaklega innanhúss. Sýningartjald hefur stækkað vegna breyttrar tækni, sviðið hefur færst meira fram í salinn, skreytingar á veggjum hafa horfið og svo mætti lengi telja.
Við Vesturgötu 28 stóð Ráðagerði. Það hús byggði Arni Bergþórsson fiskimats- maður og bjó þar ásamt konu sinni og börn- um. Húsið lét hann reisa árið 1908 í þeirri mynd er það var alla tíð á þessum stað, hæð og ris á háum kjallara og háar tröppur að inngangsskúr á bakhlið. A lóðinni var í fyrstu byggð smiðja mörgum árum áður og síðan breytt í íveruhús. Ekki leist konu Árna of vel á framkvæmdir og hélt að þetta yrðu bara ráðagerðir og af því kom nafnið sem enn helst. Húsinu fylgdi nokkur lóð og byggði Guðjón Árnason þar íbúðarhús upp á tvær hæðir. Húsið átti að vera númer 2 við Litlateig en það var gata sem liggja átti ofanvert við húsið frá Vesturgötu að Sóleyjar- götu en var aldrei lögð.
Ráðagerði var flutt á baklóð við Vestur- götu 24 og byggt við það árið 1996. Hefði gatan sem nú heitir Háteigur verið lögð eins og til stóð í upphafi stæði Ráðagerði nú við þá götu en Háteigur átti að liggja frá Vestur- götu á milli húsa númer 24 og 26. Húsin sem eru neðanvert við Háteig áttu að vera ofanvert við hann. Þannig hefðu Tunga og Sóleyjartunga orðið neðan við þá götu en ekki verið bakhús við Bárugötu og Háteig. Þannig var komin forsenda fyrir götunni Litliteigur sem aldrei var lögð. Mönnum virðist enn hafa verið full alvara þegar götu- nöfnunum var breytt árið 1947 en verður varla að veruleika héðan af.
Halldórshús var lítið timburhús sem stóð á horni Vesturgötu og Bakkatúns, byggt af Halldóri snikkara árið 1877, föður Jóns Halldórssonar sem fyrr er getið, og sagt 9x71/2 alin. Það er með fyrstu húsum á Skaga sem er byggt á kjallara nokkuð upp úr jörð. Húsið var upphaflega með einföld- um skúr við suðurgafl og var eldhúsið haft í kjallaranum. Ólafur Þorsteinsson smiður keypti húsið árið 1897 og breytti því nokkuð og stækkaði um aldamótin. Hann lengdi það um 3 álnir og byggði á það port, reif skúrinn við suðurendann og byggði skúr þann er síðan stóð við vesturenda þess. Þannig man ég fyrst eftir þessu húsi. Þá bjó þar Daníel Pétursson ásamt Pétri syni sínum sem var innanbúðarmaður í versluninni Frón. Seinna, eða árið 1942, flutti þangað ný fjölskylda, Gunnar Bjarnason og kona hans Helga Sigurðardóttir frá Þaravöllum ásamt dætrum sínum tveimur. Þau bjuggu þar í mörg ár eða allt til ársins 1963, en Gunnar lést árið 1950. Eftir árið 1963 bjuggu þar ýmsir en húsið varð eldi að bráð árið 1967 og brann þar inni annar af síðustu íbúum þess.
Nú höldum við yfir Bakkatúnið eða Njarðargötuna eins og hún hét áður og erum þá komin að Hótelinu. Húsið var gífurlega stórt að mér fannst. Timburhús uppi á kjallara, tvær hæðir og ris. Upphaflega 12x16 álnir að grunnfleti. Það var byggt af Pétri Hoffmann, líklega árið 1882, til íbúðar og verslunarreksturs. Minna varð úr þeim um- svifum en fyrirhugað var þar sem hann drukknaði árið 1884. Seinna var þó verslað í húsinu, meðal annarra Ólafur B. Björns- son. Verslunin Frón var til húsa þar í nokkur ár en lengi hótelrekstur í höndum Einars Jónssonar og Lenu konu hans en þau bjuggu á Borg. Þá voru hér eigendur og hótelhaldarar Guðmundur Sveinbjörnsson og Halldóra kona hans. Byggt var framan við hús- ið, úr steinsteypu upp á eina hæð, og er byggt út að lóðarmörkum við Frón. I þessari viðbyggingu var viðbót við salinn, aðalinn- gangur og handan við hann hafði aðstöðu nýstofnuð leigubílastöð. Einnig var byggt við hinn enda hússins, fyrst árið 1934 fyrir Einar Jónsson svo hótelrekstur hefur verið byrjaður þá. Guðmundur lét svo stækka við- bygginguna að grunnfleti og hækka upp undir ris en á þeirri viðbyggingu var skúr- þak eins og áður. Kjallarinn var hlaðinn úr grjóti og fremur lágt undir loft. Húsið var með stærstu húsum í bænum. Endastöð rútubíla frá Akureyri var við húsið en það voru bílar frá Akureyri og Steindóri sem önnuðust farþegaflutningana. A Njarðargöt- unni var oft mikil þröng þau kvöld sem rúturnar komu. Farþegarnir fóru með Laxfossi til Reykjavíkur, annað hvort sama kvöldið eða morguninn eftir og gistu þá á Hótelinu. Rúturnar voru ekki stórar, þær tóku 18-22 farþega hver og fjöldi þeirra á milli 10-20. Hótelið brann 14. apríl árið 1946.
Næsta hús er Frón, reist af Jóni Hallgrímssyni og konu hans Kristrúnu Ólafs- dóttur árið 1933. Það er 10x11 metrar, upp á tvær hæðir og á því var skúrþak. Á neðri hæðinni var Verslunin Frón að framan, þó ekki allri framhliðinni því næst Hótelinu var eitt herbergi sem notað var undir skrifstofu verslunarinnar og innangengt úr skrifstofunni í búðina. Þarna versluðu Jón Hallgrímsson og Ólafur Frímann en eins og áður sagði hófu þeir sína verslun í Hótelinu. Inn í verslunina var gengið um dyr á framhlið sem voru á milli tveggja stórra sýningar- glugga. Minni glugginn var á skrifstofunni. Þarna versluðu þeir bæði með nýlenduvöru og álnavöru. Á efri hæð hússins var svo íbúð þeirra Kristrúnar og Jóns. Eitt stórt kjallaraherbergi var undir vesturhorni hússins en þar var stór og mikill kolaketill til upphitunar hússins. Jón Hallgrímsson lést árið 1940 og hætti þá verslunin. Verslunar- húsnæðinu var þá breytt í samkomusal en Kristrún rak kristilega starfsemi fyrir börn. Að húsabaki var mjög sérstakt mannvirki en það var mikil kolageymsla, steypt í hólf og gólf. Þau hjón voru meðal eigenda að togaranum Sindra sem gerður var út héðan og það tíðkaðist að togarar kæmu fermdir kolum þegar þeir komu úr söluferðum til Englands og gengu þá eigendur fyrir um að kaupa af birgðunum. Ég man hvergi eftir svona mannvirki hér í bæ nema við nýja barnaskólann en það hvarf þegar byggt var við hann. Löngu seinna var svo byggð þriðja hæðin ofan á þetta hús og voru á þeirri hæð tvær íbúðir. Húsið lenti á seinni árum í mikilli niðurníðslu og var rifið árið 1990.
Þá erum við komin að Reynisstað eða Vesturgötu 37. Það er timburhús, ein hæð og ris á háum kjallara. Hús þetta lét Jón Sigurðsson reisa árið 1929 og bjó þar mjög lengi með konu sinni Ragnheiði Þórðardóttur og börnum þeirra. Jón stundaði sjó lengi ævi sinnar og var lengi bryggjuvörður. Þau hjón stunduðu búskap með kýr og kindur eins og margir gerðu á þeirri tíð og þótti mikil trygging þeirra sem áttu nokkur börn. Þau reistu því hlöðu, fjós og fjárhús á bak- lóðinni árið eftir eða 1930. Á þetta heimili hefur knattspyrnan hér í bæ sótt góða liðs- menn því að þeir bræður, Jón, Ríkharður og Þórður, stóðu lengi í fremstu röð á því sviði.
Nú skulum við bregða okkur aftur yfir götuna. Gegnt þessum þremur húsum sem fjallað var um hér að framan er aðeins ein lóð og hún fremur djúp. Hún var útmældir 3.500 fermetrar þegar hafin var bygging þess húss er þarna stendur. Þetta var stór hluti Nýjabæjartúnsins og landið ekki skorið við nögl. Á þessari lóð byggðu þau sér hús, Haraldur Böðvarsson og Ingunn Sveinsdóttir. Húsið á sér merkilega byggingarsögu miðað við önnur hús hér á sama tíma. En áður en af því varð höfðu þau hjón hugsað mikið um fyrirkomulag í því nýja húsi. Haraldur skrifaði frænda sínum Sverri Hansen og bað hann að teikna húsið. Hann réð því næst Óla Hall múrarameistara og Sverri Magnússon trésmið til að sjá um byggingu hússins, en báðir voru þekktir að mikilli vandvirkni og útsjónarsemi. Þá réð hann sem málara Ágúst Lárusson, en hann hafði á sér gott orð fyrir dugnað og smekkvísi. Allir þessir menn komu annars staðar frá. Ekki leist Haraldi á að möl væri hér á Skaga sem nota mætti í steinsteypu á svo vönduðu húsi sem hann vildi að það yrði. Hann fékk því að láni hjá Ólafi Thors, sem þá var forstjóri Kveldúlfs hf., mikinn upp- skipunarpramma sem gat borið 150 tonn af blautfiski og lét draga hann inn að Hrafneyri í Hvalfirði.
Pramminn var fullfermdur af möl sem þvegin hafði verið í sjónum og skipað síðan upp í Steinsvör. Allt þetta var unnið á höndum og ekið í hjólbörum. Steyptar voru prufur sem ekki stóðust próf og mölin því lögð til hliðar. Var nú ferðin endurtekin en nú inn að Seleyri í Borgarfirði og sami háttur á hafður. Þessi möl stóðst prófið og var notuð í húsið. Djúpt þurfti að grafa til að ná á fastan jarðveg eða hátt á þriðja metra. Grjóti var „púkkað“ í skurðina upp undir væntanlegt kjallaragólf. Mesta þykkt útveggja var hálfur metri og allt niður í 30 sentimetra. Fyrir haustið var húsið komið undir þak og þegar hafist handa um innréttingu þess. Þann 22. febrúar 1925 var húsið fullbúið. I kringum alla lóðina var steyptur veggur og nú var mölin notuð sem fyrst var sótt á Hrafneyri. Veggurinn með- fram Vesturgötunni var hærri en á hina þrjá vegu og þar voru súlur á hornum og sitt hvorum megin við hlið, þar sem gengið var heim að húsinu. Hliðið var úr járni og mjög vandað, málað svart. Uppi á súlum voru stórir sæbarðir steinar. Þessi veggur með- fram Vesturgötunni var seinna brotinn niður og veggurinn sem nú er steyptur í staðinn en mun innar vegna breikkunar götunnar. Trú- lega hefur þetta verið gert um svipað leyti og Haraldur byggði seinna húsið en það var um 1940. Þá var einnig gerð sú heimreið sem síðan hefur verið leiðin að báðum hús- unum og bílskúrunum sem byggðir voru nokkru fyrr og ollu miklum deilum við bygginganefnd. Bygging seinna hússins var ekki nándar nærri eins mikill viðburður og bygging hins fyrra sem eðlilegt er því 24 ár liðu á milli og miklar framfarir höfðu orðið á verklagi við byggingu steinsteyptra húsa. Seinna húsið er líka í allt öðrum stíl en hið fyrra. Eldra húsið tók nokkrum breytingum þegar það var endurreist eftir mikla sprengingu sem varð í því aðfaranótt 27. nóvember 1976. Sprengingin varð í næturhitunargeymi í kjallara hússins. Mikið tjón varð á húsinu, mest á austasta hluta þess, meðal annars álmunni sem hýsir eldhúsið, á stiganum upp á loftið og gólfplötum. Húsið varð aftur íbúðarhæft tveimur árum seinna eftir endurbætur.
Mér hefur orðið tíðrætt um þessi hús og umhverfi þeirra. A því er sú skýring að þegar ég man fyrst eftir eldra húsinu sem þá var þar eitt, með hinum háa vegg og virðulega hliði að Vesturgötu, þá var það eins og herragarður í mínum augum, enda virðulegasta hús á Skaga á þeim tíma.
Georgshús eða Vertshúsið, byggt árið 1883, var númer 38 við Vesturgötuna. Það var stórt timburhús sem skagaði út í Vestur- götuna, utar en veggurinn fyrir framan hús Haraldar Böðvarssonar. Tvær hæðir og ris með skúr við efri endann sem einnig var upp á tvær hæðir. Það var klætt utan með láréttum panel. Þarna bjó margt fólk í gegnum árin. Georg þessi bjó þar fyrst, seinna Jó- hann Björnsson sem lengi var hér hrepp- stjóri og kona hans Halldóra S. Björnsson sem hingað fluttu árið 1904. Síðar bjuggu þar í mörg ár börn þeirra, Björn Jóhannsson sem lengi var verksmiðjustjóri Síldarverk- smiðjunnar og kona hans Guðbjörg Hall- dórsdóttir og samtímis þeim bjuggu þar systir hans Margrét Sigríður og hennar maður, Lárus Þjóðbjörnsson. Seinna bjuggu þar Sigurður B. Sigurðsson og Guðfinna ásamt sínum börnum og fleiri og fleiri.
I skúrnum við efri endann var rekin merkileg starfsemi. A efri hæðinni var lengi vel ljósmyndastofa Árna Böðvarssonar. Á þeim hluta sem fjær var götunni, var stór gluggi á veggnum út að Læknishúsinu og náði hann samfleytt inn á þakið. Þetta skapaði sérstaka og mikla birtu inn sem sjálfsagt hefur verið mikilvæg fyrir ljósmyndunina.
Löngu seinna keypti Jóhannes Arngrímsson klæðskeri svo skúrinn og rak þar í þessu húsnæði sjoppu sem hann nefndi Jóabar og var vinsæll staður unglinga. Þetta hús var flutt um árið 1960 og sett niður við Vallholt innanvert, neðan Vesturgötu og taldist þá vera Vallholt 1. Húsið átti þá trésmiður sem hingað flutti og var hann með verkstæði á neðstu hæð. Það varð síðan eldi að bráð.
Læknishúsið, Vesturgata 40, var byggt árið 1895 og gerði það Guðmundur Jakobs- son smiður, sá er byggði Akraneskirkju. Viðnum í kirkjuna seinkaði um eitt ár og þess vegna fékk Ólafur Finsen læknir hann til þess að byggja fyrir sig á meðan beðið var eftir kirkjuviðnum. Húsið stóð fyrst utar við Vesturgötuna og var þá á kjallara, hlöðnum úr grjóti sem var miklu lægri. Seinna eða árið 1937 var það svo flutt innar í lóðina og sett á hærri kjallara. Það gerðu Ingólfur Jónsson og Svava og létu þá kvistina á húsið. Finsen læknir bjó í húsinu á meðan hann lifði. Fyrst ásamt konu sinni og börnum en seinna bjuggu þar með honum, á neðri hæð, Nils sonur hans ásamt konu hans Lilju Þórhallsdóttur og dótturinni Karitas. Á efri hæð bjuggu frá árinu 1937, eins og áður sagði, Svava dóttir hans ásamt Ingólfi Jóns- syni og dóttur, Ingu Svövu. Þau höfðu keypt hluta hússins árið 1937. Ingólfur og Svava eignuðust allt húsið við fráfall Finsens og voru þá gerðar á því nokkrar breytingar. Fram að þeim tíma höfðu verið þrír inn- gangar í húsið, einn baka til sem var mest notaður af heimilisfólkinu, annar fyrir miðjum neðri gafli og var hann einskonar stofu- inngangur og einkum ætlaður gestum, en slíkt tíðkaðist í nokkrum húsum hér á Skaga. Sá þriðji var á útbyggingu út úr bak- hliðinni neðanverðri og var að lækninga- stofu Finsens. Síðastnefndu inngangamir tveir voru teknir af og hurðaropunum breytt í glugga og tröppur brotnar niður. Auk þess voru ýmsar breytingar gerðar á innrétting- um. Ingólfur lést árið 1977 og eftir það bjó Svava lengi ein í húsinu. Eftir eitt hundrað ár í eigu sömu fjölskyldu var húsið selt og eignuðust það Anton Sigurður Agnarsson sjómaður og kona hans Erna Björk Markús- dóttir sem búa þar nú ásamt börnum sínum. Það mun vera elsta hús á Akranesi sem alla tíð hefur staðið á sömu lóð og enn er búið í.