Fróðá

Húsið Fróðá var byggt árið 1938 og stóð upphaflega í syðri enda Akursbrautar en var flutt að Vesturgötu 11 um árið 1950 þegar Akursbraut var lögð. Nafnið Fróðá festist við húsið því þangað komu sjómenn til að afla sér frétta. Húsið var lengst af notað sem neta- og seglasaumsverkstæði en síðustu árin var það nýtt sem beitningar- og geymsluhús. Byggðasafnið í Görðum eignaðist húsið árið 1988 og er það notað sem geymsla og verkstæði fyrir safnið.