Frásögn þessi birtist í Morgunroðanum, málgagni UMFA 19. júní1910
Hinn 12. dag júnímánaðar vaknaði ég í rúmi mínu mér til mikillar gleði kl. 8 árdegis; ég þaut út að glugganum, opnaði hann og athugaði veðrið, sem leit nokkuð kyrrlega en vætulega út. Brátt komst ég að raun um það, að í dag mundi ég skemmta mér vel með félögum mínum. Ég flýtti mér í fötin og fór út, hitti undir eins einn af þeim útvöldu, fórum við þegar að tala um sjóferðina, kom okkur þegar saman um að láta berast að ferðin yrði hafin kl.10 f.h. frá nýju bæjarbryggjunni. Nokkrum mínútum síðar varð mér litið út á götur kauptúnsins, og sá ég karla og konur á hlaupum, já harða hlaupum, með katla, könnur, diska, bolla, steinolíueldavélar, marga böggla af alls konar sælgæti, og ótal margt annað sem átti að nota í skemmtiferð- inni, já ég iðaði og spriklaði af tilhlökkun Og fjöri.
Já, mikið stóð til, 15 mínútum áður en ferðin var farin skoppaði ég eftir nýja veginum og ofan nýju bryggjuna, þar voru allir komnir sem ætluðu að taka þátt í förinni, sem voru um 30 karlar og konur, og skildu þeir ekkert í því að ég skyldi koma svona seint. Klukkan sló 10, íslenski fáninn var dreginn á stöng aftast á þilfari stærsta skipsins sem gengur frá Akranesi. Nú var ýtt frá landi og siglt frá sandi, vélin knúði skipið á fleygiferð suður eftir víkinni, já, allir voru með lífi og sál og lifandi fjöri. Þegar sunnar dró og komið var suður á fjörðinn fóru bylgjurnar að veltast letilega umhverfis skipið, og komu því á hina eðlilegu hreyfingu, sem eykur oft óþægindi meðal sjófar- enda, sem ekki eru sjóhraustir, eins og kall- að er. Þegar innar kom í fjörðinn tók öldu- gangurinn að lækka og sjórinn að kyrrast, fóru menn þá að hópa sig saman á þilfarinu og ræða um ýmislegt ferðinni viðvíkjandi, og urðu það all fjörugar umræður, sem endaði með söng og mikilli gleði.
Ekki segir af ferð vorri fyrr en akkeri var kastað, og var það undir háum hamri við ströndina fyrir neðan Brekku, síðan var bát- ur sem við höfðum meðferðis, látinn flytja fólkið á land, og gekk það greiðlega. Síðast var á land flutt ýmislegt sem áður um getur, nefnilega til lífsins viðurhalds, pönnukökur og allt það helsta sem kjósa mátti. Þá gengum við upp hinar fögru, alþekktu Brekkueyrar. Þaðan mætti margar kímnisögur segja, en samt finnst mér ekki rétt að færa það í þessa frásögu. Nú skoðuðum við þessa fögru náttúru þarna á ströndinni og dáðumst að henni. Því næst hófst hljóðfærasláttur mikill svo að undir tók í öllum björgum á ströndinni.
Já, hin makalausa belgjatrunta (harmonika) kom öllu af stað, skriður féllu úr fjöll- unum, lækir og sprænur uxu um helming eða meira, og allt unga fólkið sem þarna var samankomið, fylltist nýju lífi og fjöri og fór að dansa, og leika ýmsa aðra leiki; nokkrir hinna yngri karlmanna fengu fjórfaldan kraft í búk sinn, og þóttust vera af Forn-Íslendingum komnir, og sýndu það í verki að hinar gömlu og góðu íþróttir voru ekki alveg gleymdar og fóru þá að sýna listir sínar og glímdu sem berserkir og syntu sem selir, og þótti öllum það skemmt- un hin besta. Ekki er slíkt í frásögur færandi þó að menn eftir allar þessar „kúnstir“, sem kallað er stundum á af- bökuðu, útlendu máli, væru farnir að þreytast og væru lystugir, og var þegar byrjað á snæðingi, kaffi og sætuþykknisdrykkju. Ekki rekur mig minni til að neinn hafi mælt fyrir neinu sér- stöku minni, heldur gengu umræður í óákveðna átt eins og oft vill verða hjá ungum æskumönnum. Þegar allir höfðu matast, var leifunum safnað og voru það fleiri karfir.
Kl. 6 e.m. voru allir á eitt sáttir með að leggja af stað heimleiðis, og var þegar byrjað á að flytja farþegana um borð. Eftir nokkra stund voru allir aftur staddir á þilfarinu og vélin sett í gang og ferðinni haldið inn í botn fjarðarins eins og leið liggur og síðan siglt kringum Geirshólma, fram hjá Þyrilsnesi og Laxvogi, og þaðan hald- ið út hinn slétta og spegilslétta Hvalfjörð. Nú hófust veitingar á ný, og sungu menn þá af miklu fjöri hin gullvægu, íslensku ætt- jarðar- og framsóknarkvæði.
Ættjarðarástin skein út úr hverju andliti; og í öllu mátti heyra og sjá að ferðin hefði orðið hin ákjósanlegasta, já, á hvers manns vörum mátti sjá hið sæluríka gleðibros og á- nægjan skein út úr andliti hvers einasta manns. Við og við spegluðu sig í hinum spegilslétta firði hin tignarlegu fjöll, Esjan öðru megin og Akrafjall hinu megin, og var sem náttúran í öllum sínum skrúða vildi gjöra okkur svo gleði og hátíðlegt sem við frekast máttum kjósa.
Þegar hingað víkur frásögunni var farið að halla degi og land fyrir stafni, sem var
Akranes. Já, það var okkur elskuverðasti blettur í öllum hinum stóra heimi, nú brýnd- um við röddina og hófum söng á ný, og sungum með fullri raustu um ættjarðarást og föðurlandið okkar, og um svo margt annað, sem hér mundi verða of langt upp að telja, þangað til við komum að bryggjunni góðu, sem við fórum frá. Okkur til mikillar gleði stóð á allri bryggjunni, maður við mann, foreldrar og vinir, sem fögnuðu okkur með mikilli vináttu. Nú kvöddust allir sjófarendur, því hin skemmtilega sjóferð var á enda; engum gat til hugar komið annað en það, að ferð þessi hafi verið hin skemmtilegasta, og vona ég að U.M.F.A. eigi eftir að fara margar slíkar ferðir. Þó helst á landi, því að þá njóta menn betur náttúrufegurðarinnar.
Haraldur Böðvarsson