Laugardaginn 14. september kl. 14:00 verður í þriðja sinn haldinn fyrirlestur um kartöfluna í Stúkuhúsinu á Byggðasafninu á Görðum.
„Hallærið mikla“ (an Gorta Mór) er heiti fyrirlestursins og mun Helga Einarsdóttir vera fyrirlesarinn á hátíðinni í ár.
Helga er þjóðfræðingur sem nam Í Cork á Írlandi og starfaði um tíma við Þjóðminjasafnið í Dublin.
Fjallað verður um hungursneyð, sjúkdóma og fólksflótta frá Írlandi á milli 1845 og 1852 vegna kartöflumyglu sem herjaði um alla Evrópu.
Í lok fyrirlesturs verða umræður og boðið er upp á léttar veitingar, kaffi og kartöflukonfekt.
Verið öll velkomin.