Í dag var tilkynnt hvaða söfn eru tilnefnd til íslensku safnaverðlaunanna 2022 og var grunnsýning Byggðasafnsins í Görðum á meðal tilnefndra. Íslandsdeild ICOM og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa saman að Íslensku safnaverðlaununum, sem er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi.
"Það er mat valnefndar að ný grunnsýning Byggðasafnsins í Görðum sé framúrskarandi verkefni, þar sem faglegt safnastarf og vönduð úrvinnsla fara saman. Þar er hugað að því að ólíkir gestir finni eitthvað við sitt hæfi og að hver og einn geti notið sýningarinnar á sínum hraða og forsendum. Það er augljóst að grunnsýningin er stórt verkefni sem hefur kostað mikla vinnu en snjallar lausnir hafa gert safninu kleift að skapa sýningu sem stenst fyllilega kröfur samtímans um fjölbreytta miðlun og aðgengileika."
Nánari umfjöllun hjá ICOM og Físos