Góð aðsókn á nýja grunnsýningu á Byggðasafninu í Görðum

Góð aðsókn hefur verið á nýja grunnsýningu á Byggðasafninu í Görðum í sumar. Allnokkuð hefur verið um heimsóknir hópa frá ýmsum skólum, ferðamannahópar, bæði erlendir og innlendir.

Sýningin hefur ekki síður vakið mikla lukku hjá yngri kynslóðinni að sögn Finnbjörns, starfsmanns á Byggðasafninu og hefur ratleikur um safnið leikið lykilhlutverk í heimsókn barnanna. Öll börn eru velkomin á safnið og þau sem vilja geta tekið þátt í ratleiknum og unnið sér inn verðlaun að leik loknum.

Hljóðleiðsögn er ný viðbót á safninu og gefur hún gestum tækifæri á því að fara á eigin hraða í gegnum sýninguna, einnig gefur hún gestum einstaka innsýn í liðna tíma þar sem þjóðþekktir leikarar lesa upp upplýsingar ásamt leikinni frásögn fólks á fyrri tímum.


Við hvetjum heimamenn sem og aðra til þess að gera sér glaðan dag og líta við á Byggðasafninu í Görðum