Bókin Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. er gjöf til landsmanna frá forsætisráðuneytinu til fagnaðar 80 ára afmælis Lýðveldisins.
Í bókinni er kafað ofan í sögu Fjallkonunnar og tilurð sem þjóðartákns og ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu í formlegri hátíðardagskrá á Austurvelli allt frá árinu 1947.
Í bókinni er texti einnig þýddur á ensku og pólsku.
Í samvinnu við sveitarfélögin er bókinni nú dreift um allt land, aðallega á söfn og sundstaði, þar sem landsmenn geta nálgast bókina.
Til hamingju Íslendingar!