Neðri-Sýrupartur

Neðri-Sýrupartur er elsta varðveitta timburhús á Akranesi, byggt árið 1875 og stóð á svokölluðum Pörtum á Niður-Skaga. Vegna óvenju mikils glers í gluggum var húsið stundum nefnt „Glerhöllin“ svo mjög þótti glerið stinga í stúf við rúðurnar í litlu torfbæjunum. Þegar flest var bjuggu allt að 20 manns í húsinu. Í lok 19. aldar bjó Thor Jensen þar ásamt fjölskyldu sinni er hann stundaði útgerð á Akranesi. Guðmundur P. Bjarnason gaf Byggðasafninu í Görðum húsið 1989 og var það endurgert og opnað gestum árið 2003.

Myndir inni í húsinu