Bátahús

Árið 2014 var farið af stað við að hanna og huga að gerð bátahúss fyrir báta í eigu Byggðasafnsins í Görðum. 

Bátahúsið eða bátaskemman er 424 m2 að stærð, einnar hæðar tréhús sem skiptist í fjóra meginhluta þ.e. þrjú bátahús og bryggjuhús með opnun á milli allra einstakra hluta hússins. Húsið er óeinangrað með náttúrulegri loftræstingu. Vegggrindur læstar saman með timburlásum og trétöppum og boltaðar fastar á timburstaura sem og niður í bryggjugólfið og er ekki á steyptum sökkli eins og vaninn með flest öll hús. Veggir hússins eru klæddir með standandi listasúð, gólf að hluta til úr timbri og grús á sandlagi.

Bátahúsið er hluti af sýningarrými Byggðasafnsins í Görðum og unnið er að uppsetningu sýningar um útgerðarsögu Akraness og nærsveita í húsinu. Endurgerð og viðhald á bátum í eigu safnsins, sem þar eru geymdir, verður hluti af lifandi sýningu safnsins.