Þjónusta

Leiðsögn

Á safninu er boðið upp á leiðsögn alla virka daga ársins kl. 14:00. Það er óþarfi að panta, bara að mæta og njóta… Þá tökum við jafnframt við hópum á öðrum tímum en slíkar heimsóknir þarf að bóka með fyrirvara.

Garðakaffi

Á Garðakaffi er hægt að njóta dýrindis veitinga. Auður Líndal er rekstraraðili kaffihússins og hægt er að hafa samband við hana með því að hringja í 865-8727 eða senda tölvupóst á netfangið gardakaffi@outlook.com.