Um safnið

Á Byggðasafninu í Görðum gefst kostur á að kynna sér sögu Akraness og nágrennis. Safnið var stofnað og opnað á árinu 1959 og er staðsett á hinu forna höfuðbóli að Görðum á Akranesi sem var kirkjustaður og presstsetur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar.

Á grunnsýningu safnsins er lögð áhersla á sögu útgerðar, landbúnaðar, heimilishalds og þjóðlífs á svæðinu. Á meðal sýningargripa eru árabátur frá 1874 undir fullum seglum, tæki og tól sem tengjast fiskveiðum og sjómennsku, áhöld lækna og ljósmæðra, gamlar bifreiðar og margt margt fleira. Á safninu eru jafnframt þrjú innréttuð hús sem hægt er að skoða auk þess sem gamlar trillur bíða eftir „þaki yfir höfuðið“ en smíði rúmlega 400m2 bátaskýlis stendur yfir. í Safnaskálanum er sýningin Íþróttasafn Íslands ásamt ýmsum tímabundnum sýningum og yndælis kaffhúss, Garðakaffi. Nýjasta viðbótin við safnið er eldsmiðja en Íslenskir eldsmiðir stunda iðju sína þar og gefst gestum stundum tækifæri á að fylgjast með þeim að störfum.

Frekari upplýsingar um byggingar safnsins ásamt myndum er að finna undir valmyndinni Húsin efst hér á síðunni.