Í dag opna loksins dyr safnsins fyrir gestum. Safnið verður opið alla daga til og með 15. september milli kl. 10 og 17. Ný grunnsýning safnsins er ekki alveg fullbúin enda hafa aðstæður síðustu mánaði tafið ýmsa verkþætti. Á næstu dögum verður áfram unnið að því að leggja lokahönd á sýninguna en samt sem áður bjóðum við gesti velkomna til okkar. Af þessum sökum munu aðgangsmiðar að safninu sem keyptir eru á næstunni gilda út árið svo gestir geti komið aftur þegar allt verður fullbúið.

Meðal nýjunga verður hljóðleiðsögn um sýninguna. Hljóðleiðsögn verður í boði á íslensku og ensku. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er ekki vitað hvenær hljóðleiðsagnarbúnaður verður kominn til landsins. Við erum bjartsýn á að aðstæður á Englandi fari batnandi og að samstarfsaðili okkar þar í landi geti snúið til starfa von bráðar og að búnaðurinn skili sér áður en langt um líður. Við hlökkum til að taka á móti ykkur.