Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, var boðið í heimsókn á safnið í júní. Starfsmenn safnsins tóku hlýlega á móti henni, gengu með henni um sýningar safnsins, kynntu starfsemi þess, stærstu verkefni og helstu áskoranir. Starfsmenn voru hæst ánægðir með áhuga ráðherra á málefnum safnsins og kvöddu hana að loknum smá kaffisopa í Garðahúsi.