Dagana 9.-13. apríl  var unnið að myndmælingu (e. Photogrammetry) á kútter Sigurfara. Norðmaðurinn Gunnar Holmstad frá Nordnorsk Fartøyvernsenter myndaði skipið í bak og fyrir og verða ljósmyndirnar notaðar til að útbúa þrívíddarlíkan af skipinu. Samhliða vinnu Gunnars var haldin vinnustofa fyrir starfsfólk safna á Íslandi þar sem aðferðafræði myndmælingar var kennd. Vinna þessi er hluti af skráningarverkefni kúttersins sem safnið hefur unnið að undanförun en auk myndmælingar hafa verið tekin viðtöl við ýmsa aðila sem tengdust skipinu með einum eða öðrum hætti og öðrum heimildum og ljósmyndum safnað.