Þann 16. janúar var skrifað undir samning við Söru Hjördísi Blöndal leikmynda- og búningahönnuð um hönnun sýningarumgjarðar nýrrar grunnsýningar safnsins. Sara útskrifaðist með BA í leikmynda og búningahönnun (e. Theatre design) frá Wimbledon College of Art, University of the Arts London árið 2015. Hún hefur m.a. unnið að fjölmörgum leiksýningum og verkefnum fyrir sjónvarp síðan 2010 og jafnframt að leiksýningum á Akranesi frá því að hún flutti á Skagann.

Á myndinni eru f.v. Valgerður G. Halldórsdóttir, Sara Hjördís Blöndal og Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar- og safnamála Akraneskaupstaðar.