Í gærkvöldi vorum við með opið á safnið. Í tilefni dagsins voru starfsmenn Byggðasafnsins, Garðakaffis og viðhengi heldur drungaleg útlits. Það er óhætt að segja að kvöldið hafi farið fram úr okkar björtustu vonum en rúmlega 1.300 gestir komu við og skemmtu sér með okkur, æptu af hræðslu og hlóu. Við færum öllum sem komu að þessu verkefni með okkur innilegar þakkir.

Það er ekki af einskærri tilviljun að haldið er upp á Hrekkjavökuna hér á Akranesi en hátíðin á rætur sínar að rekja til Kelta. Samhain er aldagömul keltnesk hátíð sem var haldin þann 31. október ár hvert. Þá kveikti fólk varðelda og klæddi sig upp í búninga til þessa kveða í burtu afturgöngur. Síðar kom svo hátíðin All Hallows Eve (ísl. Allra heilagra messa) sem hélt uppi nokkrum af hefðum Samhain en þetta sama kvöld er nú þekkt sem Halloween (ísl. Hrekkjavaka).

Vinir okkar frá Myndsmiðjunni tóku nokkrar myndir sem eru meðfylgjandi.