í gær afhendi Jón Allansson formlega forláta skipsbjöllu úr M/S Rogaland sem hefur verið hluti af sýningarmunum á Byggðasafninu frá árinu 2012. Bjallan var afhend Stiftelsen Veteranskipet Rogaland sem er félagsskapur sem vinnur að því að vernda og endurgera M/S Rogaland.

Bjallan sem um ræðir var upphaflega í Akraborg 2 sem keypt var til landsins 1974 og var í notkun fram til 1984 er Akraborg 3 var keypt. Skipafélagið sem átti Akraborg 2 hét Det Stavangerske Dampskibsselskap A.S. og var þessi bjalla í skipinu þegar það kom til landsins 1974 en var aldrei notuð sem skipsbjalla heldur sem einskonar lukkugripur og til skrauts. Bjallan var síðan færð yfir á Akraborg 3 þegar hún kom til landsins 1984 og var skipið í notkun til ársins 1998 er ferjusiglingar lögðust af milli Akraness og Reykjavíkur.