Byggðasafnið í Görðum opnaði sýninguna Keltnesk arfleifð á Vesturlandi þann 17. mars.  Opnunin var hluti af dagskrá Írskra vetrardaga sem eru haldnir í tengslum við dag heilags Patreks ár hvert á Akranesi. Á sýningunni er m.a. fjallað um hverjir keltarnir voru, ástæður þess að þeir flúðu og námu land á Íslandi, keltneska kristni, keltneska menningararfleið, Donald Trump og margt fleira. Sýningartextar eru allir bæði á íslensku og ensku. Sýningin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.