Í Guðnýjarstofu í Safnaskála Byggðasafnsins í Görðum heldur Gyða L. Jónsdóttir Wells yfirlitssýningu frá ævistarfi sínu. Sýningin ber heitið Hver vegur að heiman er vegur heim og spannar allt frá barnæsku Gyðu hér á Akranesi, út í heim og til Akraness aftur.

Sýningin er opin til 13. janúar á opnunartímum Garðakaffis. Hér má sjá myndir frá opnun sýningarinnar 27. október 2016.