Bygging bátaskemmu, sem mun verða staðsett á smábátasvæði Byggðasafnsins, hefur verið í gangi að undanförnu. Í vikunni voru smábátar færðir til svo hægt sé að koma undirstöðum fyrir í næstu viku. Guðmundur Sigurðsson og Lúðvík Ibsen vinna að smíði grinda hússins sem munu verða settar upp eftir framgangi á næstu misserum.

 

Guðmundur og Lúðvík

Guðmundur og Lúðvík að störfum

Bátar færðir til

Unnið að tilfærslu báta